Ljóðmæli

Front Cover
Hjá J. D. Kvisti, bóka-prentara, 1817 - 323 pages
 

Selected pages

Contents

Other editions - View all

Common terms and phrases

Popular passages

Page 64 - Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind, gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind.
Page 157 - Engin þá um ísafoldu unað hafa lífi dýr; enginn leit þá maður moldu, móðu steins er undir býr. Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti' um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó.
Page 157 - ... fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. Belja rauðar blossa móður blágrár reykur yfir sveif; undir hverfur runni rjóður, reyni-stóð í hárri kleif. Blómin ei þá blöskrun þoldu, blikna hvert í sínum reit, höfði drepa hrygg við moldu, — himnadrottinn einn það leit.
Page 127 - Veit þá engi, að eyjan hvíta átt hefur sonu fremri vonum; hugðu þeir mest á fremd og frægðir, fríðir og ungir hnigu í stríði; svo er það enn, og atburð þenna einn vil eg telja af hinum seinni: vinurinn fagri oss veik af sjónum að vonum, því hann var góður sonur. Og góður sonur getur ei séna göfga móður með köldu blóði viðjum reyrða og meiðslum marða, marglega þjáða, og fá ei bjargað.
Page 144 - ... sjer í keltu konunnar í dalnum. •Gæða-konan góða grípur fegin við dýri dauða-móða — dregur háls úr lið ; plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir happ þeim hlýtur, og horaða rjúpu jetur.
Page 196 - VORKVÆÐI. Tinda fjalla, áður alla undir snjá , sín til kallar sólin há ; leysir hjalla, skín á skalla, skýi sem að brá og sjer fleygði frá. Tekur buna breið að duna björgum á, græn þvi' una grundin má; viður hruna vatna funa vakna lauf og strá — seinna seggir slá.
Page 156 - Fanna skautar faldi háum t\ f'í/í-jfjallið, allra hæða val; hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ogna-skjöldur bungubreiður ber með sóma rjettnefnið.
Page 121 - Llástjörnur augum. liljur ljósri hendi. Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? hví var mjer ei leyft líli mínu öllu með þjer una? Löngum mun eg, fyr hin ljósa mynd mjer úr minni líði, á þá götu, er þú ganga hlýtur, sorgaraugum sjá. Sólbjartar meyjar. er eg síðan leit, allar á þig minna: fní geng eg einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum.
Page 265 - ... kossa mina ! Rjett sem örskot tæpur telst tíminn mjer við kossa þína. Kossi föstum kveð eg þig, kyssi heitt mitt eptirlæti, fæ mjer nesti fram á stig — fyrst jeg verð að kveðja þig. Vertu sæll ! og mundu mig, minn í allri hryggð og kæti ! Kossi föstum kveð eg þig. kyssi Fieitt mitt eptirlæti.
Page 137 - Hnjúkafjölliu himinblá ! hamragarðar! hvítir tindar! heyjavöllinn horfið á, hnjúkafjöllin hvít og blá! skýlið öllu helg og há ! hlífið dal, er geysa vindar! Hnjúkafjöllin himinblá! hamragarðar! hvítir tindar! Sæludalur, sveitin bezt! sólin á þíg geislum hellí, snemma risin seint er sezt.

Bibliographic information